Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Örnefnasögur

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsögur, ritstjórn Jón Árnason
Örnefnasögur

Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Mjög oft fara sögur af ýmsum örnefnum; en fjarri fer því þó að þær heyri allar undir náttúrusögur. Slíkar sögur heyra því aðeins undir náttúrusögurnar að þær lýsi einhverjum sérstökum eiginlegleikum örnefnanna og samkvæmt þessu skal tilgreina hér nokkrar örnefnasögur þar sem þó öðrum er þegar skipað og verður skipað annarstaðar til sætis.