Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Um klerka og kirkjulega hluti

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1864)
Um klerka og kirkjulega hluti
Þjóðsagnasafn sem kom út í Leipzig 1862-1864.

Miklu fleiri eru þó aðrar sögur sömu tegundar, en yfirgripsmeiri og almennari. Margar þeirra snerta klerka og kirkjur og þá hluti sem þar eru um hönd hafðir og eru þær þeim mun hlægilegri sem fyndni á verr við allt sem heilagt er og háleitt. Það mun fremur vera málsháttur en fyndni þegar sagt er: „Það er ekki (lítill) matur í messunni;“ en við þenna málshátt eiga þau munnmæli skylt að aldrei séu menn jafnsársvangir sem úr kirkju. Sumar þessar sögur segja frá úrræðum þeim sem prestar hafa átt að grípa til þegar þeim fataðist eitthvað við messugjörð, en sumar frá hraparlegum misskilningi á guðsorði.